Ég á tvær kisur, Ísabellu og Lúsífer, sem er mestu kisukrútt alheims:) Ég fékk þau í júlí á síðasta ári og þau fara bráðum að verða eins árs!! Vá ekkert smá stór!!
Ég ætla að segja frá hvernig það vildi til að ég fékk þau.
Þann 17.júlí síðastliðinn, sem var miðvikudagur, var ég að skoða DV. Ég er barasta eitthvað að fletta og rek þá augun í smáauglýsingarnar. Þar sé ég rosalega flotta auglýsingu um nokkra persa/skógarkettlinga, semsagt blöndu af persa og skógarketti, og ég tuða aðeins í mömmslu gömlu og vitið til við hringdum. En þá kom í ljós að það var búið að taka frá alla kettlingana en við skildum eftir númerið okkar ef einhver kisulíus myndi svo losna. Ég og móðir mín létum þetta þó ekki stoppa okkur og hringdum bara í aðra auglýsingu og það gekk það vel að 5.mín. seinna voru ég og mamma á leiðinni að sækja okkur kettling í Hveragerði!! Það tók mig ekki langan tíma fyrir mig að velja litla hvíta læðu sem ég skírði svo Ísabellu:) Ég og mamma fórum svo í bakaríið í Hveragerði til að halda upp á þetta og viti menn, hringir þá bara ekki konan sem við hringdum fyrst í og segir að það hafi einn kettlingur losnað frá!! Ég og mamma hoppuðum því strax upp í bíl og brunuðum beint til Kjalaness og sóttum annan lítinn kettling sem var alveg kolsvartur og var hann skírður Lúsífer:)
Núna í dag er auðvitað búið að taka þau bæði úr sambandi svo að
allt fyllist ekki af kettlingum:)