Halló allir þetta er sagan mín um köttin kæng. Ég ætla bara að benda á það að þetta er svona típísk saga. Eitthvað gerist og svo góður endir!!!

Einu sinni var lítill kettlingur sem taldi sig vera stórt fress. þessi kettlingur hét Kængur. kængur mátti aldrei fara út og það fannst honum fúlt. Reyndar vissi hann ekkert hvað var úti hann vildi bara fara út því að honum var ekki leift að fara út!! Eitt sinn þegar húsmóðir hans var að koma úr búðarferð og hurðin var opin slapp Kængur út. MJÁÁÁ hvað þetta var flott. hann hljóp út um allt stóra grasfleti (litla garða) og drap svörtu óvinina sem voru út um allt (flugur)!! Mjá hvað var þetta. kannski var þetta matur. hann borðaði það. Voff hvað þetta var ógeðslegt. Ój. (þari) þegar leið á daginn og Kængur ekki búinn að fá hádegismatinn sinn byrjaði Kængur að labba heim. Hann hljóp reyndar fyrst en tók síðan að þreytast. Það var orðið dimmt og rakt. Kængur vildi fara heim. það fór fullt af skrítnum mönnum framhjá Kængi. Einu sinni kom hópur af mönnum sem hlógu að honum og köstuðu vínflösku (sem hitti ekki)í hannn. Svo þegar Kængur hélt að þetta væri endalok sín kom ung kona og tók hann. þegar hún að var komin heim til sín gaf hún honum vatn og volgt lambakjöt. Næstu daga bjó kængur hjá henni. Fyrsta daginn hans hjá henni hafði hún tekið mynd af honum (það hafði aldrei neinn gert) og fór eitthvða. Annars voru næstu dagar bara venjlegir. Eftir nokkra daga hafi Kængur venst heimili sínu. En svo þegar liðin var um vika var dinglað dyrabjöllunni. Kængu hljóp til dyra eins og vanalega en inn komu FJÖLSKYLDA HANS!! Þó Kængi líkaði vel við ungu konuna þá fannst honum gott að vera kominn heim.Því..
HEIMA ER BEST!!!

Kveðja Anna
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*