Það var keyrt á Snældu mína.... Löggan hringdi klukkan hálftólf og sagði við mömmu að það væri búið að keyra á Snældu, elstu kisuna okkar, hún hefði orðið 11 ára í júlí. Sem betur fer hafði einhver látið þá vita svo við þurftum ekki að leita af henni þegar við myndum fara að sakna hennar. Lögreglumaðurinn lét okkur fá ólina hennar og spurði hvort við vildum fá hana líka. Við sögðum auðvitað já því við ætlum að jarða hana í sveitinni okkar í kattakirkjugarðinum, þar sem liggja fyrir tveir kettir systur minnar sem dóu á sama hátt og hún Snælda mín. Þegar við fengum hana var hún ennþá volg og það blæddi úr henni. Nú er hún í kassa frammi á gangi, ennþá smá blóð sem kemur úr litla sæta bleika nebbanum hennar. Ég hef varla gert annað í dag en grenja :( Greyið Snælda, vonandi líður henni vel….

Ragga