Ég var að fá mér nýann fjölskyldumeðlim og það er fress 9 vikna og heitir Pængsi…
Ég á 8 mánaða læðu fyrir og heitir hún Snotra (ég er nýbúin að senda inn myndir af henni).
Dekur rófan hún Snotra var ekki ánægð með hann (þetta er 3 dagurinn) en samt er hún ekkert brjáluð eða neitt svoleiðis. Hún er voða forvitin og vil leika við hann en það er eins og um leið og hún þefi af honum þá kvæsir hún og stekkur í burtu.
Hann er voða sætur og horfir á hana biðjandi augum eins og hann vilji að hún taki honum sem móður og ef hún er sofandi þá leggst hann alveg upp að henni en um leið og hún vaknar byrjar hún á því að þefa af honum, kvæsir svo og stekkur í burtu!
Ég veit að maður á að gefa kisunum smá tíma til að aðlagast en ég var bara að spá í þetta með lyktina, hvað getur það verið?
Er það einhver strákalykt?
Er það einhver lykt sem kemur með honum frá fyrri eigendum sem henni líkar ekki?
Er kannski til einhvað kisusjampó sem ég ætti að þvo þeim báðum með svo að sama lyktin komi af þeim báðum??
Endilega gefið mér einhver svör :)
Kveðja sunnsigg