Við eigum einn kött sem verður 2ja núna í sumar. Við fengum hana þegar hún var bara ung. Hún er voðalega blíð og góð. En hún hefur aldrei viljað láta halda á sér fyrr en núna fyrir stuttu þá tók ég hana upp og hún var kyrr og leyfði mér að halda á sér, reyndi ekki að losa sig eins og hún hefur alltaf gert. En því miður þurfum við að láta lóa henni því að sonur kærasta míns er með svo mikið ofnæmi fyrir henni og reyndar öllum loðnum dýrum. Ég er ekkert mjög ánægð með að þurfa að gera þetta en svona er þetta. Auðvitað var vitleysa að fá hana því að við vissum að sonur kærasta míns er með ofnæmi en við héldum að við gætum þetta en við þurfum að þrífa íbúiðna hjá okkur hátt og látt áður en hann kemur til okkar og svo þurfum við alltaf að finna einhvern til að passa hana. Við héldum að þetta yrði auðveldara en það er. Svo fór ég að hugsa um daginn að í raun er þetta ekki skemmtilegt líf fyrir hana. Við búum í blokk svo að hún kemst aldrei út og ef við leyfum henni að fara út á svalir þá fer hún alltaf á milli (það er ekkert bil á milli svalana hérna svo hún stekkur alltaf yfir næstu og næstu). Ég reyndi í allt fyrra sumar og fyrra vetur að finna handa henni heimili en enginn vildi hana eða gat tekið hana :( Ég ætla að taka fullt af myndum af henni áður en við lóum henni til að geta alltaf munað hvernig hún leit út.