Ég vill segja smá reynslusögu frá útibúi Dýraspítalans í Víðidal sem staðsett er í Keflavík.

Þegar ég lét gelda og bólusetja fressana mína tvo þá fór ég með þá í þetta útibú sem staðsett er á Vesturgötu í Keflavík, mér vægast sagt blöskraði aðstaðan, hún var að mér fannst hálf sóðaleg, eldgömul húsgögn og smá herbergi fyrir lækninn að vinna í. Aukalega var þessi staður við hliðina á meindýraeyðinum í Keflavík.

Ég hafði lesið að kisurnar þyrftu að vera undir eftirliti dýralæknis í allavega 8 til 12 tíma eftir aðgerðina, ég þurfti að vera mættur að sækja þá klukkutíma eftir aðgerð ?? greyjin voru svo veikir og slappir að ég var alveg að deyja úr áhyggjum.
Mér var ekkert sagt hvernig ég ætti að hugsa um greyjin eða hvaða aukaverkanir þetta gæti haft, þar vísa ég til svæfingar og eftirmála hugsanlega. Ég varð bara að hugsa um þá eins og ég taldi að réttast væri, Reyndar er ég vanari að hugsa um slasaða og veika menn og konur en held að mér hafi farist vel úr hendi.

Það er bara aðstaðan sem mér finnst ömurleg og að vissu móti viðhorf læknis….. kannski aðeins slæm.

En meðal annars lendi ég í því að annar kisinn kemur heim örlítið slasaður eftir slagsmál við kött í nágrenninu og sárin vildu ekki gróa, það var aðeins kominn ígerð í sárið.
Ég náttúrulega gerði eins og góður kattareigandi rauk með hann til læknis til að láta athuga sárið.
Ég fann það út að það er annar dýralæknir í Keflavík hann Magnús sem er á fitjunum “suðurnejsamenn vita hvar það er” og fór með kisann minn þangað.
Viðmótið sem ég fékk var vægast sagt alveg yndislegt hann skoðaði kisann alveg hátt og lágt spurði allra spurninga um það sem hugsanlega gæti hafa skeð og sýndi alveg rosalega umhyggju fyrir kisunni, Hann sprautaði kisa með sýklalyfjum og alveg sýndi mér hvernig ég ætti að gefa honum sýklalyf í pilluformi.

Þarna hjá honum Magnúsi var rosalega hreinlegt og trausvekjandi að sjá alveg strax við fyrstu sýn.
Eftir þetta hef ég alltaf farið til hans með mínar kisur bæði slasaðist hinn kisinn og þurfti að fara á sama sýklakúr, og einnig til að láta framkvæma hina árlegu bólusetningu og ormahreinsingu.
Ég mæli sannarlega með honum Magnúsi á fitjum…..

Ég vill alls ekki með þessu tala ljótum orðum um dýralækninn
frá Víðdal alls ekki…..
En ég vill bara benda á það að þeir ættu að láta laga aðstöðu og viðmót þarna á vesturgötuni, að mig minnir þá átti ég pantaðan tíma eftir að læknirinn var nýbúinn að vera í einhverjum hesthúsum
að brasa við hesta rassa eða hvað þeir gera þar, Mig virkilega langaði ekki að vita það, vitandi að því að ég væri að fara með kisurnar í viðkvæma aðgerð, en samt var mér tjáð það hvað læknirinn hefði gert áður en mínar kisur kæmust að.

Kær kveðja
Geiriv