Hérna er smá saga um köttin minn hann Brand og nýjasta uppátækið hans.
Þannig er með vexti að kisinn minn hann Brandur er voðalega gjarn á að koma bakdyramegin að húsinu það er að segja að svalahurðini og mjálma þar þangað til einhver heyrir í honum, hann fer venjulega um eldhúsgluggan, verst bara að það var með misjöfnum árangri þar sem ekki alltaf heyrðist í honum.
þá fattaði hann það að ef hann annað hvort bankaði með loppuni á gluggan eða dró loppuna eftir glugganum þannig að ískraði þá var alveg örugglega tekið eftir honum.
Nú það var náttúrulega voða gaman hjá honum að vita það að ef hann bankaði á gluggan þá var einhver sem opnaði fyrir honum :Þ
Þá tók hann upp á því að banka,einhver hleypti honum inn, hann auðvitað brunaði út um eldhúsgluggan hljóp hringinn í kringum húsið og BANKAÐI.
Svona er hann búinn að láta í viku,maður hefur ekki undan af að opna fyrir honum bara til að hann komist inn öðru megin og út hinum megin, auðvitað til að hann geti Bankað aftur :Þ
Kveðja
Geiri og synir hans tveir Lalli og Brandu