Það er voða leiðinlegt að lesa svona þvætting ætla ég nú að fara yfir sviðið og leiðrétta suma hluti vonandi hefur einhver gagn af því.
Störf innan félagsins eru sjálfboðastörf það er auðvelt fyrir þá sem ekki einu sinni nenna að skrifa undir nafni að gagnrýna þá sem þó hafa reynt eins og gamlir dráttarhestar að draga félagið áfram.
Það að ekki hafi skilist sem formaður sagði í mígrafón er þá undirituðum að kenna því að ég sá um hljóðið og heyrði hvert orð en þú vonandi veist að vegna kattana verður hljóðið að vera í hófi.
Fyrir 2 síðustu sýningar var sett upp tímatafla hvernig setja ætti sýninguna upp og á hvaða tíma fólk ætti að mæta eins hvað fólk ætti að gera.
þessi tími og stundaskrá stóðst. Meiri segja búrin voru komin hálf tíma áður og duglegt fólk smellti sýningunni saman en að vísu þurfti að redda fleiri búrum vegna þess að fólki finnst gaman að sýna sína eðalketti.
Auðvita er margt sem betur má fara en það eru jafnmargar klukkustundir í sólarhringnum hjá þeim sem þó nenna að standa í þessu og hjá þeim sem nenna því ekki.
því að það er orkufrekt að gagnrýna þó þá sem eru að gera eitthvað fyrir félagið.
Þeir sem eru óánægðir eiga að mæta á fundi, láti í sér heyra og reyna að breyta en persónulega hefur mér stundum fundist að fólk sé hrætt við að koma á fundi því það gæti endað með því að það þyrfti að gera eitthvað.
Það að mistök geti gerst held ég að eigi við um flest okkar en við lærum af mistökum ef einhver er þarna við tölvuna og gerir aldrei mistök þá er það einmitt manneskja sem vantar til dæmis að gefa út blaðið okkar og ýmislegt annað sem þarf að gera.
En þetta að vera rægja nafnlaust er kannski mest þeim til skamma sem það gerir og svona að lokum það væri gott fyir suma að lesa litlu gulu hænuna sem er bók og er ábyggilega til á bókasafni en skiljist ekki efni hennar þá að fá einhvern til að skýra hana út.
En símatími og önnur þjónasta við félaga er kannski eitthvað sem betur mætti fara þannig að þið sem gagnrýnið komið fram og hjálpið til með bros á vör og sól í hjarta .
SVONA FÉLAG Á ALDREI AÐ SNÚAST UM PERSÓNUR HELDUR UM OKKAR GLÆSILEGU GÓÐU KETTI.
Jón Magnússon .