hæ allir
ég er með það á hreinu að kötturinn minn heldur að hann sé hundur. hann urrar og reisir burstir ef ókunnug dýr koma nálægt mér eða syni mínum og hlýðir kalli og flauti. það furðulegasta er samt að hann sækir hluti!!! já ég er ekki að djóka, ef maður rullar upp nammibréfum og kastar, þá hleypur hann og sækir það og kemur með það aftur og lætur það detta i lófann á manni. svo sest hann bara og bíður eftir að maður hendir því aftur. þetta getur hann leikið út í það endalausa. svo er hann hræddur ef aðrur kettir hvæsa á hann, en urrar sjálfur á hunda. hann hvæsir mjög sjaldan.
þetta er væga sagt mjög skrýtinn köttur. ég er buinn að fara tvisvar með hann í flugvél og hann hefur ekkert mótmælt að fara á nyja staði, hann fylgir okkur eins og hundur myndi gera.
svo borðar hann líka anans, maiskorn, jarðaber og bláber. jafnvel banana ef sonur minn er að borða banana. kötturinn sest lika oft við matarborðið þegar verið er að leggja á borð, eins og hann sé að bíða eftir disk fyrir sig.
já hann tabriz minn er stórskrytinn en við dýrkum hann samt og hann er einn af fjölskyldunni.