Ja, hér er soldið skondin saga sem er bæði sönn og er ekki
lokið ennþá.

Fyrir 6 árum flutti ég og fjölskyldan mín úr götu nálægt MBF (á
Selfossi) í Tjarnarhverfið í litla götu með 6 húsum. Þá áttum við
kött sem hét Hnoðri. Hann blandaði stundum
geði…ehem…'Ó'geði við Gaua sem átti heima í næsta húsi.
Nokkrum mánuðum (árum?) seinna týndist Hnoðri og hefur
ekki sést síðan. En fyrir tæpu ári fengum við annan kött frá
frændfólki okkar. Hann heitir Pjakkur og við hann hefur fests
viðurnefnið prins. Hann er alltaf kallaður Pjakkur prins eða kisi.
Hann er 3ggja ára högni en blandaði ekki ‘Ó’geði við Gaua,
bara geði. Gaui er gamall og vitur köttur, sótsvartur 10 ára
fress. Hann hefur verið lengst í götunni og er hann konungur í
Konungdæmi *****tjarnarinnar (vil ekki segja heimilsfang).
Pjakkur er prins. En nýlega flutti inn annað fólk með kött sem
heitir Kúri. Hann var sjálskipaður einkaþjónn hinna kattana og
lærlingur. Pjakkur hafði áður verið lærlingur Gaua en hefur hlotið
kennararéttindi. Þannig var þetta í sátt og samlyndi í 3 mánuði.
En svo núna er Yður mjátign Guðjón gallharði af *****tjörn að
flytja upp í sveit svo að núna verður Pjakkur ekki lengur Pjakkur
prins heldur Pjakkur the King, Pjakkur plastpokafíkill. Ég vil
helst halda mig við Pjakkur the King í staðinn
fyrir…ehem…Pjakkur plastpokafíkill. Kúri káti er orðinn prins
en Yðar mjátign Pjakkur the King af *****tjörn hæstráðandi í
*****tjörn.

Með vottorði frá Konungdæmi *****tjarnar,

LPFAN

PS. This story is fictional. This is non-imitation of persons,
places or thoughts.