Eins og ég sagði í greininni minni hér að ofan er ekki nóg að finna að, nema maður sé þá líka sjálfur til í að standa fyrir breytingum.
Hér kvörtum við yfir lélegri formennsku og jú öll sammála um að formaður félgasins er ekki alveg að vinna sitt starf til að viðhalda við góðu félagsstarfi.
Enn !! Ég heyrði engar raddir um að fólk hefði eitthvað látið til sín taka varðandi kosningar í síðustu stjórn. Ég spyr því aftur hverjir hér á huga mættu til að kjósa þegar aðalstjórn félagsins var kosinn nú í haust. Ef við vorum svona óánægð hvers vegna felldi engin formanninn ? - Að því er ég best veit var þetta meira og minna sjálfkjörin stjórn enn eitt árið !!!!!!!!
Kynjaketti vantar nýtt og áhugasamt fólk í stjórnina. Sjálfboðavinna verður þreytandi að lokum og áhugaleysið fer að gera vart við sig.
Hugsanlega á stjórnin við það vandamál að stríða að félagsmenn hafa almennt lítinn áhuga á félagsstarfinu. Við getum mörg viðurkennt að það er ósköp hentugt að láta bara aðra sjá um þetta, í þessu tilfelli stjórn kynjakatta.
Hvernig væri nú að við tækjum okkur til og skrifuðum saman undir bréf sem yrði sent formanninum og við sýndum þar með áhuga á bættri samstöðu, færum fram á félagsfund og mættum til að tjá okkur um það sem betur mætti fara !!!!!
Kanski mætti byrja á að setja upp skoðunarkönnu um raunverulegan áhgua þeirra sem staldra við hér á huga.is
Komið með viðbrögð og reynum að gefa félaginu byr undir báða vængi - Hvað getum við gert !!!
Skógarkettir.tk