Einu sinni átti ég kærasta sem átti kött og ég var að hætta með honum því að hann var alltaf með einhver kattarhár á sér, og svo átti afi minn kött en hann varð að lóga honum bara út af mér. Áður en ég greindist með ofnæmi þá voru kettir uppáhaldið mitt og var ég alltaf með ketti. Svo sagði Eyjólfur Helgason, ofnæmislæknir í sjónvarpinu í Kastljósi 2001 að það væru mestar líkur á að maður fái ofnæmi fyrir því sem manni finnst best.
En núna þá er ofnæmið að lækka og ofnæmis læknirinn telur að það sé út afáð ég borða geðveikt mikið af eplum og bláberum. Mér finnst þetta sú fáránlegasta rökstuðning á ofnæmi sem ég hef heyrt en hafið þið heyrt þetta áður??
Ég meina ef þið hafið einhver ráð til að losna við ofnæmi þá megið þið láta mig vita því að ofnæmis töflur virka einu sinni ekki. Hafið þið eða vinir ykkar einhver svona ofnæmi??
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá