september sl. Kannski ekki voða frumleg gjöf þar sem við
áttum 2 kisur fyrir, en ég var samt himinlifandi því ég elska
kisur. Kettlingurinn var svartur með hvíta sokka og hvítt nef
og bringu. Hann fékk nafnið Fídel eftir Kúbuleiðtoganum því
hann er ansi herskár stundum.
Hinar kisurnar, Gummi og Gormur, tóku nýja íbúanum alveg
ágætlega, það var aðeins hvæst á hann í byrjun en svo gekk
allt ágætlega. Það var ekki fyrr en Fídel fór að stækka aðeins
sem hann fór að færa sig uppá skaftið og hefur stundum verið
að slást um leiðtogasætið á heimilinu, en þó til einskis.
Við höfum þurft að lýsa eftir Fídel tvisvar sinnum því hann á
það til að týnast. Í fyrra skiptið vorum við bara búin að eiga
hann í tæpan mánuð, þá slapp hann út og var týndur í fjóra
daga. Þá fannst hann loksins, hjá konu sem bjó stutt frá og
hafði tekið hann inn til sín því hann grenjaði fyrir utan hjá
henni og neitaði að fara :)
Seinna skiptið var núna á gamlárskvöld, þá skilaði hann sér
ekki fyrr en 3. janúar, hoppaði bara inn um gluggann eins og
ekkert hefði í skorist, og ég sem hafði verið nær andvaka af
áhyggjum!
Einnig var okkur farið að gruna að kisinn væri farinn að halda
framhjá okkur, því oft var ilmvatnslykt af honum þegar hann
kom heim og hann borðaði voða sjaldan hjá okkur……
hmmmmm kannski farinn að gera sig heimakominn hjá
öðrum??
En nú þarf ég því miður ekki að hafa áhyggjur af
hryðjuverkakettinum lengur. Það var góð kona sem hringdi í
mig fyrir ca 45 mínútum síðan og sagði að hún hefði séð
köttinn minn liggjandi á gangstéttinni. Það hafði einhver keyrt
á hann og skilið hann eftir og nú er hann dáinn. Nú liggur
hann bara í plastpoka frammi í forstofu og bíður eftir því að
vera grafinn á morgun :(
Ég býst ekki við að fá mér annan kött í bráð, held bara í þessa
tvo sem ég á og vona að þeir hljóti aldrei sömu örlög og hann
Fídel minn.
Við þá óheppnu sem lenda í því að keyra á ketti segi ég;
Látið eiganda kattarins VITA STRAX, ef kötturinn er merktur.
Aldrei að keyra í burtu, því maður veit aldrei nema kötturinn lifi
slysið af ef maður kemur honum strax undir læknishendur??
Kærar kveðjur
Refur98
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil