Hér á landi hefur það hins vegar ekki komist í “tísku”. Margir kattareigendur eru samt farnir að notast við beisli og er það orðið mun tíðara að inniköttum sé hleypt út í beisli.
Nú er ég sjálf í dálitlum vandræðum með köttinn minn. Hann er afskaplega einmanna sem inniköttur jafnvel þó hann sé í félagsskap við fleiri ketti á heimilinu.
Ég hef lítinn tíma til að fara með hann út í beisli, við fórum áður í göngutúra saman en nú er hann farinn að stinga mig af og hverfur á kvennafar ef hann fær að hlaupa um frjáls.
Ég fór þá að skoða þá hugmynd að fá mér útibúr í garðinn fyrir hann. Spurningin mín er hvar maður getur haft upp á þessum útibúrum?? Hefur einhver hér kynni af þessu ??
Ef þið vitið um einhverjar góðar kattaverslanir á netinu eða haldið að það sé hægt að kaupa þetta í gegnum dýraverslanir hér megið þið senda mér línu.
Mig langaði einnig til að vekja athygli á þessu þar sem ég er ekki viss um að margir hafi hug á þessari aðferð sem gæti hentað vel fyrir okkur sem höfum lítil tök á að sitja yfir köttunum okkar í beisli.
Gaman að vita hvort einhver hér á huga hefur upplýsingar handa mér !!!
með kveðju
Edallogi
Skógarkettir.tk