Hafiði lent í því að köttur hafi skitið á ykkur?
Ég hef!
Þegar ég var 5 ára var ég í sveit og vissi að fjósaköttum væri ekki hleypt inn, en í góðmennsku minni og mömmu laumuðum við einum inn. Ég fór með kattargreyið í herbergi sem var teppalagt og það var skrifborðsstóll þar inni og ég hafði alltaf haft gaman af því að snúa mér á honum og ákvað að leyfa kettinum að snúast, ég snéri og snéri stólnum þangað til að ég var orðin ringluð. Ég tók köttinn upp en því miður var kötturinn ekki alveg að þola þessa meðferð og skeit á mig, ég var ekki beint hrifin af því (pempía) og grét úr mér augun, ég ætlaði að fara inn á bað og fara úr fötunum og auðvitað ætlaði ég mér að taka köttinn með en hann greyið var farstur í teppinu og var búinn að gera stóran blett á það.. En ég ákvað að eftir þetta myndi ég aldrei koma nálægt köttum, sem ég gerði reyndar ekki og kattagreyin hafa ekki þurft að hafa sömu meðferð og fjósakötturinn.. (ég geri sona ekki aftur)
Bara segja ykkur frá þessu atviki mínu sem ég er ekki stolt með…