Mig dreymdi alveg ömurlegan draum í nótt, hann hljóðaði svona :
Ég var heima, og það voru gestir í heimsókn hjá okkur. Ég var að spjalla við fólkið þegar ég fór allt í einu að taka eftir því að þau sýndu annarri kisunni minni (Mýslu) rosalega mikla athygli, en hin (Hrói, skrifaði grein um hann fyrir stuttu) var algerlega skilin útundan. Þar sem hann elskar athygli þá fannst mér svo sárt að sjá hann þarna sitjandi með eftirvæntingarfullum svip, bíðandi eftir að einhver tæki sig upp.
Ég fór til hans og tók hann upp og reyndi að sýna gestunum hann. En þau vildu ekki sjá hann! Svo allt í einu byrjar hann að titra og titra í fanginu á mér og lokar augunum. Allt í einu finn ég að hann stirðnar upp og litla hjartað hans stoppar!!
Ég fæ alveg æðiskast og kalla á kærastann minn og hann kemur hlaupandi og tekur við honum. Ég hélt að hjartað á MÉR ætlaði að stoppa við þetta. Hann reynir að hnoða og hnoða (CPR) en ekkert gerist!! Ég stóð bara þarna stjörf og horfði á litlu elskuna mína með kökk í hálsinum…
En þá vakna ég
Ég kallaði strax á hann í smá geðshræringu og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var æðislegt að heyra hann koma trítlandi til mín um leið og ég kallaði á hann :) !!
Þetta var alveg ömurlegur draumur :(
Vildi bara deila þessu með ykku