tabriz.
hæ ef ykkur er sama þá langar mig að segja ykkur pínu af tabriz. tabriz er gulbröndóttur kettlingur, þótt stærðin segi annað. þegar við fengum hann var hann bara rétt að verða 2 mán. ég fékk hann og þrílita systur hans sem eins árs afmælisgjöf handa syni mínum. hún fékk nafnið þula. þau voru svo lítil og sæt. en mestu ormar. þau þrjú i sameiningu rústuðu íbuðinni minni hvað eftir annað með eltingaleikjum. sindri, sonur minn dáði kettina sína (og gerir enn) og vildi helst aldrei skilja við þá. síðan fundum við lítinn kettling, blautann og hrakinn, það voru börn að leika sér með hann og þau vissu ekkert hvar þau höfðu fundið hann. við tókum hann með heim og reyndum að finna eigendur en ekkert gekk. svo komu erfiðir tímar og við urðum að flytja. við máttum taka einn kött með okkur, það var rosalega erfitt val, en sindri tók það fyrir mig. hann var áberandi hændari að tabriz en hinum tveimur svo við ákváðum að halda honum. en þá átti eftir að finna heimili fyrir hina tvo. það virtist engum langa að gefa þeim góð og ábyrg heimili. sem betur fer kom pabbi sindra inn í og sagðist geta tekið þulu, sindri ætti hana þá bara hjá pabba sínum og gæti hitt hana þar. þetta var frábær lausn en hvað um villinginn. jú, það endaði líka vel því kærasta pabba hans sindra var ástfangin af honum við fyrstu sýn svo þau enduðu með því að taka báða kettina. svo nú er tabriz orðin 8 mán og líður vel. enn er ekki hægt að aðskilja þá sindra. þeir sofa saman á næturnar og leika sér saman allann daginn. það er yndislegt að sjá þá saman og vita að þeir eiga eftir að eiga mörg löng og góð ár saman.