Það er ekki ólíklegt að kötturinn þinn sé að mótmæla flutningunum. Hann er á nýjum stað og allt í einu er hann orðin einn.
Ég þekki dæmi þess að kettir hafi rótað upp úr blómapottum, jafnvel hent þeim um koll, ef eigandinn kom ekki heim úr vinnunni á réttum tíma til að hleypa þeim út og gefa þeim að borða.
Þetta voru kettir sem bjuggu uppi á annari hæð og eigandi þeirra vildi ekki að þeir væru úti allan daginn með hún var í vinnunni.
Þegar kötturinn minn var yngri bjuggum við á 3ju hæð, þá þurfti alltaf að hleypa honum út, svo við vorum með kassa fyrir hann. Hann var svo pjattaður að ef kassinn var ekki þrifinn daglega gerði hann þarfir sínar í baðkarið. Ég var reyndar mjög ánægð yfir því að hann gerði þetta ekki út um öll gólf en hann er svo hreinlegur.
Ef kötturinn þinn er að mótmæla er ekki margt sem þú getur gert. Vertu extra góð við hann en prófaðu að hafa lokað inn í svefnherbergið þitt.
Ég gat vanið kisa minn af því að koma með fugla inn og fara með þá undir hjónarúmið með því að banna honum að sofa uppi í rúminu og á tímabili loka hann frammi á gangi. Þetta gerði ég í viku, tvær vikur. Hann virtist alveg átta sig á því að þetta væri refsing og hvers vegna væri verið að refsa honum. Hann kom þrisvar inn með fugl og svo búið.
Vonandi gengur þetta yfir hjá ykkur.
Óska þér alls hins besta
Kær kveðja