Hvernig er það með ykkur, hvað gefið þið köttunum almennt að borða? Gefið þið þeim bara kattadósamat og þurrmat með eða eruð þið að gefa þeim góðgæti líka? Sjálfur hef ég alltaf látið köttinn minn borða þurrmat (hann er svo frekur þannig hann borðar ekki blautmat)en þær hafa alltaf fengið 1-2x í mánuði annaðhvort fisk, rækjur og fleira sem þeim þykir gott. En ég hef alltaf mjólk hjá þeim, sama þó þeir fari úr hárum meira við það. Og stundum rjóma líka.Ég gef kettinum mínum(Flosa) alltaf harðfisk um jólin og svo gef ég honum fiskamat þegar hann er með krúsídúllu stæla.
En svo er að annað mál. Hvað gerið þið við kettina ykkar og önnur dýr ef þau eru fyrir hendi um áramótin og allir flugeldarnir fara á loft? Ég vorkenni þeim ekkert smá. Og hvað er hægt að gera svo dýrin róist meira? Ég hef alltaf bara lokað kisurnar inni í sæmilega stóru herbergi með kamrana sína og svona, reynt að hafa allt lokað svo þau heyra sem minnst. En er ekki eitthvað annað og sniðugra ráð? Endlega deilið því með mér ef svo er.
Kötturinn minn: honum bregður alltaf þegar sprenging kemur og er alltaf hjá mér eða bróðir mínum til að vera viss um að þeir séu öryggi