Litli kisinn minn:
Ég á lítinn kisa sem er alveg yndislegur, hann heitir Hrói og er nú orðinn rúmlega 4 mánaða. Ég hafði aldrei mikið álit á köttum áður en ég fékk hann, hafði alltaf meira dálæti á hundum, en þessi köttur er það yndislegasta í heimi.
Hann elskar líka mömmu sína og hermir alltaf eftir henni. Þegar ég fer að sofa þá fer hann að sofa, þegar ég vakna þá vaknar hann, þegar ég fæ mér að borða þá borðar hann og þegar ég horfi á sjónvarpið þá horfir hann með mér. Ég held að pabbi sé pínu afbrýðisamur út af þessu. Fær ekki jafn mikla athygli og mamma.
Hann er algjör prakkari, uppáhaldsleikurinn hans er að trufla mömmu sína. Ef ég er í tölvunni þá finnst honum rosalega fyndið að pikka einstaka sinnum á lyklaborðið, bara svona til að fá smá athygli frá mér. Ef ég er að lesa þá sest hann á blaðið og þykist vera rosalega saklaus ( ég veit að innra með sér er hann að springa úr hlátri, það er alltaf einhvers konar glott svipur á honum).
Hann er rosaleg kúrudúkka. Ef ég ligg einhversstaðar þá kemur hann og leggst á mig, helst oná andlitið á mér eða hálsinn. Fólk segir að það mætti halda að hann vildi helst bara fara inn í mann, hann treður sér svo rosalega. Svo þegar ég horfi á sjónvarpið þá leggst hann fyrir aftan hausinn á mér og klórar mér í hausnum, ég held að þá sé hann að reyna að koma sér í mjúkinn hjá mér því hann veit að mér finnst þetta alveg rosalega gott. Ég vakna líka upp við þetta á hverjum morgni :) .
Svo alltaf þegar ég fer í bað þá kemur hann og sest á klósettsetuna og fylgist með mér. Honum fynnst alveg rosalega fyndið að skvetta í vatninu á meðan ég er í baði. Það hefur reyndar komið fyrir að hann detti ofan í baðið og það finnst honum hreint ALLS ekki fyndið.
Við eigum reyndar aðra kisu líka, sem heitir Mýsla, en hún er ekkert skemmtileg. Ég held hún sé á gelgjunni því hún labbar bara um íbúðina, dillandi rassinum eins og hún eigi heiminn.
En svona egæti ég haldið áfram endalaust að tala um litlu prakkarana mína, en ég held ég sé búin í bili.
Kveðja, Isabel :)