Þegar ég heyri svona, þá fyllist ég viðbjóði. Að meiða saklaust og varnarlaust dýr er það versta sem ég get hugsað mér, hvað þá að taka það af lífi. Þegar ég heyri svona, þá vill ég að fólkið sem gerði það verði refsað. Ég er hlynntur dauðarefsingum. Ef ég myndi ráða, þá yrðu þessum systrum slátrað. Fyrir mér eru allir jafnir fyrir lögum. Lögunum ber að hlýta í einu og öllu. Kerfið er jú ekki fullkomið, en án þess myndi neyðarástand ríkja. Dómskerfið er ekki heldur fullkomið, en án þess myndu afbrotamenn ganga lausir. Mér finnst (kannski líður frekar en finnst) að þeir sem fremja glæp, ættu að fá að kynnast þeim kvölum sem þeir hafa valdið öðrum. Ég er líka þannig gerður að þó ég lesi um eða sjái morð á manneskju, þá finnst mér það ekki komast nálægt því að vera eins ógeðslegt og að drepa kött. Ég nefnilega virði okkar tegund ekkert meira heldur en aðrar tegundir.
Fiskur, vertu ekki svona anskoti vitgrannur og glær. Maðurinn drepur flestar skepnur, kettir drepa fugla og önnur smádýr, fuglar drepa skordýr o.s.fr. Þú hlýtur að skilja það að allir þurfa að éta, hvort sem það eru menn eða dýr. Ætti að refsa fuglum fyrir að drepa skordýr ? Ætti að refsa köttum fyrir að drepa fugla ? Ef svo er, þá ætti að slátra öllu mannkyninu eins og það leggur sig fyrir að drepa aðrar skepnur, því við erum sú tegund sem erum efst í fæðukeðjunni, og drepum flestar skepnur. Þetta er ekkert annað en náttúran.