Bowler wildcat er eins og endurbætt útgáfa af TomCat bílunum sem hafa verið í íslenska rallíinu. Wildcat- inn er með space frame eins og finnst á kappakstursbílum og er gerður úr ýmsum land rover hlutum, eins og land rover discovery öxlum og landrover drifi. Einnig er bíllinn með Ohlins dempara.
Boddíið er úr trefjaplasti og kemur bíllinn í raun tilbúin í dakar rallý úr verksmiðjunni og er þess vegna eigin þyngd bílsins einungis 1.753 tonn þótt hann sé gífurlega sterklega byggður.
Bowler wildcat kom með val á nokkrum vélum. 4.0 (250 hp), 4.6 , 5 lítra V8- um og einnig var hægt að fá hann með 2.5 TDI vél (dont know why..)
Bíllinn er með innbyggðu vatnsforðakerfi fyrir ökumann og coara, sem og innbyggðu slökkvikerfi.
Hægt var að fá með þessum bíl mjög sniðugan búnað til þess að hjálpa til við að losa bílinn ef hann skyldi festast í eyðirmerkursandi. Sá búnaður byggðist upp á því að járnplata undir miðjum bílnum var þrýst niður með vökvatjakki, sem lyfti öllum bílnum.
Þessi bíll er 4.8 sek í hundrað km/h (veit ekki alveg með hvaða vél, tekið úr top gear) og í alla staði mjög spennandi og harður bíll.