Þrátt fyrir það að hafa aðeins verið framleiddur til hernaðarnota voru þó margir þessara bíla í almennri umferð víða um heim en þetta er líklegast ástæðan fyrir því hversu lítið sást af þeim hér á landi miðað við aðra sovéska bíla sem nokkuð mikið var um í denn.
En jeppar þessir hafa þótt afar góðir all-terrain off-road jeppar, svo ég leifi mér að sletta, og geta sér afar góðs orðsspors sem mjög áreiðanlegir vinnuþjarkar og eru frægir fyrir það hversu auðvelt það á að vera fyrir óbifvélavirkjamenntaðan mann að gera við.
Eftir hrunið hófu þeir einnig framleiðslu til borgaralegra nota, þó verksmiðjurnar hafi staðið höllum fæti í sjálfstæðum rekstri í samkeppni markaðshagkerfisins. UAZ verksmiðjurnar framleiða nú borgaralega útgáfu af honum sem kallast UAZ Hunter, en þykja þeir þó hafa farið mikið aftur úr í gæðum. Þeir UAZ jeppar sem eru á götunum í dag eru því flestir gamlir sovéskir herjeppar sem hafa ætíð staðið fyrir sínu, allavega af bílum í þeim flokki.
En auk þess að vera góðir jeppar eru þeir mjög flottir og óhætt er að segja að maður væri djöfull til í að eiga einn svona gamlan.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,