Þetta er að vísu algjört snilldar sport hjá þeim.
Pældu í því hvað torfæran okkar er heimskuleg. Einhver gaur gaur botnar 800 hö grind upp í brekku og kemst kannski upp eða veltur niður.
Ef þú kynnir þér þetta þá skilurðu hvað er málið með þetta klettaklifur.
Það þarf mikla tækni og æfingu til að komast almennilega gegnum grjótbraut. Þetta er líka meira en fjöðrunin, t.d. skriðgírar, 2 gírkassar, færa vél og kassa ofar til að hafa alveg sléttann botn og slétta hásingar til að maður sitji ekki fastur á einhverju brakketi eða slíku.
Þeir nota líka ýmislegt sem gæti nýst okkur vel. það er ekki verra að hafa örlítið hærra undir botninn í ám og krapa. Það færðu með því að skipta t.d. millikassabitanum út fyrir þykka plötu. Beadlock varð ekki algengt fyrr en menn sáu þessa menn nota þann búnað.
Margir þarna úti hrista hausinn yfir trefjaplastbrettaköntunum okkar og orginal stuðurum sem eru bara fyrir í brekkum.
Kv. Haukur Þó
“Og hana nú” sagði graða hænan.