
Felgurnar sem eru undir honum eru tímabundið þetta sumar. Á von á nýjum og flottum felgum í haust ásamt nýjum dekkjum. Planið er líka að mála hann í sumar eða í vetur og laga því riðið og allt jukkið.
Annars þá lítur hann nú mun betur að innan en utan. Hann er nýinnréttur að innan, vel fóðraður og flottur. Aftursætið er orginal og algjörlega óeytt og fínt. Hinsvegar eru framsætin ekki úr willys.