segjum sem svo að verktakafyrirtækið Ístak hafi fyrir ekkert allt of löngu skipt út þeim bíl sem fer í flesta vélarflutninga fyrir fyrirtækið og alla þá stærstu, áður var það Volvo FH16 520 hestafla bíll og núna er það MAN og hef ég það frá fyrstu hendi bílstjórans sem fékk nýjan bíl að hann sé í skársta falli óánægður með bílinn, eina ástæðan fyrir því að hann valdi ekki bara að vera áfram á Volvonum var sú að hann er ekki með retarder og því mikið þægilegra að fara á MANinum niður brekkur og má bremsa seinna.
Hinsvegar er bílstjórinn í dag stöðugt að ýta á eftir því að keyptur verði almennilegur bíll í staðin fyrir þennan “traktor” eins og hann orðar það, og honum dettur ekki annað í hug en Volvo eftir að hafa töluverða reynslu af Benz, Scania, Volvo og MAN.
Bætt við 11. mars 2008 - 23:43
og já, það helsta sem álit hans byggist á er liðleiki, þægindi við ökumann, afl og síðast en ekki sýst að Volvo eru í dag með öflugustu bremsur sem þú færð hér á Íslandi í það minnsta, og er heildar bremsun nokkur hundrað hestöflum meiri en á Scania sem koma næstir, það er áður en notaðar eru hinar eiginlegu bremsur út við hjól
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“