Takk fyrir.
Já núna er verið að gera pústið hjá BJB og þá er bara eftir hraðamælabreytingin og hliðarspeglar.
Þá ætti ég að geta sett hann í skoðun og númer.
Hérna kemur smá saga fyrir áhugasama:
Willysinn er með ford 289 vél, C4 sjálfskiptingu, dana 20, overdrive, fljótandi dana 44 að aftan en fæ mér dana 44 að framan eins fljótt og auðið er. Er núna með dana 27 að framan.
OME gasdempara að framan og aftan og OME gorma að framan og aftan. Framhásing að aftan er færð um 6 cm og afturhásing um 10 cm. Breyting fór fram hjá Renniverkstæði Ægis.
Grindin í bílnum er frá 1946 en allt annað er frá um´77. Öllu var sem sagt hent nema grindinni og allt nýtt sett í hann. Þar að auki var cj5 body sett í staðinn fyrir hið gamla frá ´46. Bíllinn er keyrður 13 þús.mílur og er því í góðu standi, ryðlaus og fínn. Hann var fyrst skráður á götuna 1977 eftir að hafa verið í uppgerð í um 4 ár. Bíllinn var hins vegar notaður lítið eftir það þar sem að eigandinn flutti út til Danmerkur og skýrir það þessar 13 þús mílur eða um 21 þús km.
Á þessu eina og hálfa ári er ég búinn að láta sprauta hann og klæða öll sæti og innréttingu upp á nýtt. Þá lét ég líka breyta honum en hann var óbreyttur þegar ég fékk hann.