Ég telst víst ekki mikill aðdáandi af Hummer en þessi vakti virkilega verðskuldaða athygli.
Maðurinn er búinn að eyða langt yfir 400 klst vinnu í að smíða þennann bíl (eða boddýið) frá grunni inní skúr heima hjá sér. Grindin er af gömlum Ford F250 minnir mig og E150. Þetta fallega handbragð er maðurinn búinn að dunda sér í 2 ár.
Upphaflega fannst honum Hummer dýr en langaði óstjórnanlega mikið í eitt stykki svo hann ákvað að búa sér til einn. Allar innréttingar og allt smíðaði hann sjálfur líka. Á þessari mynd sýnir hann hvernig hann ætti að líta út kominn á nýju felgurnar og BF Goodrich dekkin sín á nýsprautuðum appelsínugulum bílnum. Líklegt þykir honum að hann bæti svörtum við og hafi hann tvílitann, en ég er ekki kominn svo langt inn í þráðinn :)
Kanadamenn eru klikk…