lesa hvað???
annars þá skaltu horfa á tæknilegu hliðina á þessu, sterkar hásingar að framan og aftan á gormum, 80 krúser er með veika ytri öxla og drif að framan, 90 krúser er á klöfum og hilux ýmist á klöfum eða hásingu og fjöðrum, myndi þarna velja patrol
patrol er með þægileg sæti og nóg pláss fyrir fimm manns, 80 krúserinn hefur það nú en 90 krúser er allt of mjór til að koma þrem þægilega fyrir afturí og ég ætla nú ekki að tala um hilux í þessu samhengi
vélin er hinsvegar galli patrols, kraftlaus og eitthvað hedd vesen, 80 krúser með helvíti skemmtilega 4.2 lítra 24 vetnla vél sem er miklu betri en 3.0 druslan í patrol. 90 krúser er með 3.0 lítra vél sem menn láta vel af en hef aldrei haft neina reynslu af sjálfur. hilux er með 2.4 bensín, 2.4 dísil og 3.0 V6 bensín (mynnir mig, eða var hún bara í 4runner?) og allar eru þær leiðinlegar og svo er bara splunku nýi hiluxinn kominn með sömu vél og 90 krúserinn
svo síðast en ekki síst þá skulum við taka þetta saman, patrol hefur tvo plúsa og einn mínus (tek fram að þetta er grófur samanburður), 80 krúser með tvo plúsa og einn mínus, 90 krúser með einn plús og tvo mínusa og hilux með tvo og hálfan mínus (hásing er betri þrátt fyrir að vera á fjöðrum) og hálfan plús (það er hásing að framan)
förum nú á www.bilasolur.is og skoðum verðið
ódýrasti 80 krúser kostar 1.390.000 krónur og er 93 árgerð og keyrður 398 þúsund kílómetra
fyrir sama verð færðu patrol 98 árgerð ekinn 200 þúsund kílómetra eða borgar jafnvel 40 þúsund krónum minna og færð 38" breyttan bíl keyrðan 158 þúsund kílómetra
færð einnig fyrir sama pening 96 árgerð af 90 krúser ekinn 190 þúsund
svo tökum þetta aftur betur saman, patrol hefur augljóslega fram yfir 80 krúserinn að vera ódýrari svo að hann fær plús þar svo staðan er 3 plúsar og einn mínus á patrol, 2 plúsar og 2 mínusar á 80 krúser og 90 krúserinn fær nú plús fyrir verð svo hann er með 2 plúsa og tvo mínusa
mitt kalda mat er það að viljir þú jeppa sem á að henta fjölskildufólki þá fær maður sér patrol EN þar sem ég er ekki fjölskildu maður þá fæ ég mér eitthvað lítið létt kraftmikið og amerískt ;)
Bætt við 11. maí 2007 - 12:28
vá hvað þetta varð miklu lengra en ég ætlaði :P
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“