Það er góð ástæða fyrir því að hann hefur ekki sést á fjöllum síðustu mánuðina… hann er fastur í skúrnum í gríðarlegum breytingum. Ford 400 mótorinn hefur verið rifinn úr og í staðinn er komin Cummins 5.9 díselvél, sem verður tjúnuð upp úr öllu valdi skilst mér (er orginal 305 hp og 750 NM). Til þess að ráða við aflið þarf síðan að skipta hásingunum út, sem ég held að sé verið að græja einmitt núna sem og einhverjar breytingar á fjöðrun. Dekkin verða 49". Síðan er þetta ekki meiri Land Rover en það að hann hefur lúkkið… annars á hann ekkert sameiginlegt með þeim, búið að smíða allt upp á nýtt.