Sko þessir jeppar eru svipað dæmi og Imprezurnar hérna heima, sem eru lækkaðar svo mikið að það er ekki hægt að keyra þær.
Kanar breyta líka jeppum vel eins og íslendingar. Ég held reyndar að kaninn geri það oft betur, en líka oft miklu verr. Það er bara svona upp og ofan. Sumir hækka mikið og klippa, aðrir ekki. Það er samt sem áður eitt sem er nokkurn veginn séríslenskt og það eru brettakantarnir, þeir eru ekkert alltof algengir úti.
Skotarnir eru auðvitað bara smitaðir af evrópsku móðursýkinni… ef það er öðruvísi en frá verksmiðju er það hættulegt, það er evrópska viðhorfið!