Ég er heldur ekki Ford sérfræðingur eða aðdáandi ;-) en ég hef mikið verið að spögulera í hásingum síðasta árið eða svo…
Bæði Icecool og Ice Challenger eru með þrjár Dana 60 ;-)
og kamburinn er 10,25“, eða 10,5”, það er vegna þess að það er líka til Ford 10,5“ hásing sem er undir 99+ pikköppunum, hún er nokkurn veginn sama hásingin en með aðra gatadeilingu fyrir felgurnar og veikari hjólalegur. En drifið/kamburinn passar á milli og er oft notaður í 10,25” hásingarnar (10,5" kamburinn þá) og þá er komin alveg þrælgóð hásing, betri en Dana 70 vegna þess að hliðarlegurnar við drifið í henni eru sterkari (þetta hef ég beint eftir Gunna Egils).
Ég veit samt um einn Econoline með Dana 70, honum var maður sem mig minnir að heiti Friðrik að breyta.