Ekki alveg rétt.
Ég kannast við slatta af liði frá Norður-Kaliforníu (á ættingja þar) og Colorado sem nota jeppana sína sem jeppa. Þetta eru vel breyttir bílar, og mikið lagt uppúr því að þyngdarpunkturinn sé neðarlega. Eina sem aðgreinir þá frá okkur er að þeir eru fæstir með brettakanta, enda þarf það víst ekki allstaðar.
Engin af þessu liði eru atvinnumenn í greininni, og ekki eru þeir að keppa, þetta eru bara venjulegir menn að leika sér eins og við.
Margir eru með samskonar jeppa og ég, chevy frá 1973-1987, og þeirra bílar eru mjög svipað breyttir og minn. Eini munurinn er sá að þeir gera meiri kröfur til drifbúnaðar, og dana 60 ásamt 14 bff og NP205 er í ótrúlega mörgum bílum.
Þessa bíla sjáum við sjaldan í bílablöðum, líklegast vegna þess að það skiptir eigendur þeirra litlu máli hvort það komi rispa eða beygla, og eyða peningnum frekar í sterka íhluti en krómaða pjatthluti.
Ég veit að þú sérð helling af asnalega breyttum bílum í USA, bílar sem fara að öllum líkindum aldrei út fyrir oktandekkið. Það er bara hellingur af vel breyttum bílum þar líka.
JHG