Skoðaðu myndir af klettaklifri á jeppum og þá skilurðu af hverju þeir hækka bílana meira upp.
Ég skal meira að segja reyna að útskýra það!
Þeir eru að keyra yfir fáránlega stóra steina, klifra upp fáránlega kletta og þess háttar. Þess vegna skiptir mjög miklu máli hversu hátt er undir bílinn, ekki bara hásinguna. Þeir styrkja oft sílsa og þess háttar til þess að bílarnir þoli betur að vera misþyrmt á grjóti.
Auk þess fara þeir ekki hratt þannig að aksturseiginleikar skipta þá ekki miklu máli.
Þeir eru líka mikið í því að þvælast í skógum, þar eru djúpir pittir og stórir trjádrumbar sem þarf að komast yfir. Mikil fjöðrun og hæð undir bílana skiptir miklu máli.
Alveg eins og við breytum jeppum mjög vel fyrir það sem við notum þá í, þá breyta kanarnir sínum jeppum mjög vel í það sem þeir nota þá í.
Ég stend ennþá við það sem ég sagði, íslenskir jeppar hafa ekkert í klettaklifrið að gera. Okkar jeppar eru miklu lægri og viðkvæmari.
Þegar ég tala um þeirra jeppa þá er ég EKKI að tala um þetta drasl á myndinni! Í þeim trukk er klárlega engin fjöðrun.