vélin í þessum bílum er fræg fyrir að fara yfir 200.000 þúsund kílómetra og ganga ennþá eins og ný, væri til í að sjá 100 crusier fara upp í 200.000km án þess að gera nokkurn skapaðan hlut við bílinn, þessir bílar eru með akstureiginleika sem slá mörgum fólksbílum við, 100 crusier er aftur á móti eins og togari í smábátahöfn, þessir bílar eru liggur við stærri að innan en utan.
athugaðu að ég er aðeins að tala um cherokee hér, ekki alla ameríska bíla, enda hef ég ekki reynslu sjálfur af þeim, en veit um nokkra svona bíla sem hafa endst og endst. svo er bilanatíðni í amerískum bílum yfirleitt ekki neitt svakalega há, heldur hefur þessi kjaftasga komið frá því þegar amerískir bílar voru í meirihluta og vegir landsins ekkert til að hrópa húrra fyrir (þó þeir séu það ekki í dag heldur). þá voru menn svo ánægðir með aflið að þeir pældu ekkert í undirlaginu og óku bílunum eins og þeir væru á malbiki, þegar svoleiðis er gert þá hlítur bara eitthvað að gefa sig…
svo talarðu um þjónustu á verkstæðum, það eina sem að ég gæti séð bila í þessum bílum er millikassinn, þar sem að ég hef ekkert heyrt hvort að hann sé góður né slæmur, en mig langar samt í selecta trac kassann (þessi að ofan er pottþétt með quatra trac sem er svipað RUSL og er í LC 100) og ef að hann gefur sig, þá skiptir maður honum bara einfaldlega út, svona kannski 2-3 tíma vinna MAX úti í skúr.
svo mæli ég með því að þú prufir bílinn og kynnir þér hann eitthvað áður en að þú ferð að verða eitthvað yfirlýsingarglaður hér…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“