Þetta er allt spurning um heppni og verð sem er sett á bílinn. Ég hef lennt í því að maður bankaði uppá og vildi kaupa trukkinn (hef reyndar lent oftar í því með Transaminn).
Hann hafði verið að leita af svona bíl nokkuð lengi en fann engan á bílasölum.
Ég hef grun um að menn hlaupi í felur þegar þeir heyri að bíllinn sé með bensínvél. Eins og að 25+ á hundraði sé eitthvað mikið…. :D
Ég hef grun um að þessir bílar séu yfirleitt verðlagðir hærra en markaðurinn sættir sig við. Í mörgum tilfellum er það sanngjarnt verð sem menn vilja fá en þeir sem eru að leita af svona bílum vilja helst ekki þurfa að borga mikið fyrir þá.
Annars þá hef ég aldrei reynt að selja minn, og það stendur ekki til, hef bara grun um að málin standi svona.
Annars er það merkilegt hvað margir sem hafa átt svona bíla fyrir 10-20 árum síðan koma til mín til að spjalla um Blazer K5. Það er greinilegt að menn eiga góðar minningar úr þessum bílum…..
Hvaða vél og skipting er í þessum Blazer?
JHG