rétt flotið hefur soldið með dekkin að gera en ef maður ber saman alveg eins dekk á alveg eins bíl þá endar þetta allt á þynd bílsins og ökumanni. Og svo auðvitað færi.
En ekki fara að kaupa breiðari 36“ þú græðir ekkert á því. Þegar maður er að keyra í snjó þarf maður alltaf að riðja einhverjum snjó á undan dekkinu, þ.e.a.s það er alltaf eitthvað ofan í snjónum. Ef dekkið er of breitt þarftu að riðja meiri snjó heldur en ef dekkið er mjórra. Það er þessi gullni meðalvegur sem alltaf er talað um. Ég þekki einhverja sem hfa verið á 14” breiðum felgum fyrir 38“ með misjöfnum árangri. Bíllin eyddi meira og mokaði á sig drullu vegna þess að kantarnir voru ekki gerðir fyrir svona breið dekk. Og svo fyrir utan það þá skilaði þetta sér ekki nógu vel í snjónum, hvort sem það var ökumaðurinn eða ekki ætla ég ekki að dæma um. En samt var þetta maður sem hefur aldrei átt neitt annað en jeppa. Það er þessi gullni meðalvegur sem gildir í þessu og ef ég væri að standi í þessu í dag þá væri ég á 13” breiðum felgum fyrir 38“. 36” er eitthvað sem ég þekki mjög lítið til af eigin reynslu en samt þekki ég menn sem hafa átt svoleiðis og hef svona heyrt hvað þeir eru að tala um.
Gangi þér vel að breyta trukknum, hvernig bíll er þetta annars?<br><br>If it aint broken, dont fix it
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.