Þessi leiðangur þarna upp á Esjuna 1963 var svolítið magnaður. Þetta var farið í janúar í snjó og frosti og þeir fóru bara á sínum orginal 750 dekkjum (skurðarskífum) og með langan kaðal og ýttu og drógu bílana í gegnum skaflana, ekkert spil, bara handvirkur dráttur. En það er enginn slóði þarna og ég held að brattinn sé ekkert skelfilegur.
Sú leið sem þú ert að tala um er líklega milli Móskarðshjúka og Skálafells, þar liggur gamall slóði upp á hálsinn þar á milli og þar niður er hann víst bæði brattur, grýttur og óhugnalega mjór. Kallaður Súkkuslóðinn því þetta er nánast of mjótt fyrir alla aðra bíla.