“hallóóó..
JHG
hvar ertuu??”
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn :)
Ég var að koma frá útlandinu (lenti síðustu nótt) og fór ekkert á netið þar.
En í sambandi við Díesel vs. bensín:
Bensín bílar eru yfirleitt skemmtilegri í venjulegum akstri, þeir eru snarpari og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að orkugjafinn þykkni upp úr öllu valdi í kuldum (hægt að komast yfirvinna það með hitara í síum í dísel bílum). Ef þú villt gefa í og fá almennilegt spark í rassinn þá myndi ég velja V8 bensínvél. Bensínvélar skila yfirleitt fleiri hestum en minna torki en dísel (en ég hef nú aldrei fundið að það vanti tog í 350 og stærra :).
Kostir bensínvéla eru því:
1) Snerpa
2) Kaldstart
3) Minna sót (það er ekki að ástæðulausu sem notkun á Dísel er mjög takmörkuð ef ekki bönnuð í Kaliforníu).
Nýjar dísel vélar eins og Duramax frá GM/Izusu eru farnar að skila mjög miklu afli (300 hp og 700 í tog) svo munurinn er kannski að minnka. Svo hefur mér alltaf þótt 6,2 l vélin skemmtilegt. Dísel eyðir minnu en bensín svo þú kemst af með minna magn af olíu (og því léttari bíl. Dísel vélar endast yfirleitt ca tvöfallt á við bensínvélar (og eru mikið dýrari en bensínvélar) og ekki þarf að hafa áhyggjur af blautri kveikju (þar sem að það er engin raunveruleg kveikja til að blotna). Nú á að færa díselskattinn inn í verð á dælu (minnir að það sé 1. janúar 2004) svo þessi háa greiðsla dettur niður. En eins og er þá er hægt að velja um mæli (og þurfa alltaf að vera að láta lesa af honum) eða fast gjald (en þá þarf að keyra mikið til að það borgi sig). Ef þú færð hinsvegar vatn inn á díselvél þá má hinsvegar búast við að þú brjótir allt draslið þar sem að þjappan er það há.
Kostir dísel vélar:
1) Eyðir minnu eldsneyti
2) Toga svakalega
3) Endast lengi
4) Engin kveikja.
Ef þú keyrir lítið þá myndi ég velja bensínbíl, en þetta er að mestu spurning um smekk.
JHG
P.s. ég velti því stundum fyrir mér hvort dísel vél eigi heima í Blazernum en ég þarf bara að keyra svo andsk… mikið til að það borgi sig að skipta.