Skárum boddý af gömlu rússagreyi og útbjuggum síðan ALGJÖRA lágmarksaðstöðu til að sitja í, sem við reyndar bættum töluvert seinna en fyrst voru þetta tvö sæti soðin á grindina! Ekki beint gáfulegt.. Seinna var sett veltibúr og gólf undir bílstjóra + farþega aukk palls til flutninga. Þegar boddýið var farið var ekkert til fyrirstöðu fyrir hvaða dekk sem var, nóg pláss og þunginn af boddýinu ekki til staðar. Við völdumm 35" dekk, mótorinn í Rússanum er nú ekki til neinna stórræða enda var þetta nóg, þegar bíllinn var orðinn þetta léttur flaut hann yfir allan fjandann. Þetta tæki er síðan notað á rjúpu og tófu, til girðingavinnu, til gamans og whatever. Ef þið hafið tíma, aðstöðu, þolinmæði, getu og hugmyndaflug er þetta bara gaman og nýtist síðan í allan fjandann! Ef þið hafið e-r fyrirspurnir um þetta eða e-ð sem tengist álíka fúski getið þið meilað á klettur@hugi.is og kannski get ég e-ð reddað ykkur. Annars lýg ég bara!!!