Síðasta sumar fór ég í þórsmörk með vinum mínum. Við fórum á jeppa vinar míns með þremur öðrum jeppum. Við vorum á Cherokee á 35“, hilux á 36”, Fox á 33“ og Willis á 35”. Vandræðin byrjuðu við Lónið. Það var mikið vatn, Foxinn fór of djúpt og drap á sér. Honum var kippt upp úr, bíllinn þurkaður og haldið áfram. Ferðin inn í Húsadal gekk svo áfallalaust fyrir sig. Daginn eftir var haldið heim á leið. Það vildi ekki betur til en svo að bakkinn upp úr Krossá var mjög brattur því að það var áll við bakkann. Cherokeeinn fór fyrstur og grófst niður við bratta bakkann. Hinir komust vandræðalaust yfir og drógu jeppann á þurrt. Öðru sinni í ferðinni þurfti að þurrka jeppa. Að því loknu var haldið heim.
?untitled?