Um að gera að skoða hvað er nýtt á markaðnum. Eins og Partytruck bendir réttilega á þá eru breittar aðstæður frá því að ég var að rótast í þessu.
Ég vil samt benda honum á að B20B vélin er uppgefin um 120 hestöfl (meðan B20A var ef ég man rétt innan við 90) og hún dúndurvirkaði í minni súkku. Gallinn er að B20B er mjög fágæt hér á klakanum þar sem að hún er ameríkutípa (hærri þjappa, heitari ás, fleiri blöndungar).
Ég þekki einn sem var með 1600 Toyotu mótor og var ánægður með það. Hann endist furðu vel miðað við að eigandinn trúði ekki á olíuskipti, hann sagði að vélin brendi umframolíu þannig að það var alltaf ný olía á vélinni (að hluta) :)
Ég keyrði einu sinni ofursúkku með (að ég held) 3,8 buick vél.
Ég frétti að einhverjir settu V8 úr Range Rover (gamla Buick vélin, álblokk, lítið yfir hundrað kíló) í súkku (kannski er það bara þjóðsaga).
Einnig gæti verið skemmtilegt að nota annað hvort 2,8 V6 eða 4,3 frá GM. Hvortveggja góðar vélar og ég veit að kaninn hefur troðið 4,3 vélinni í Samurai.
Það er bara að skoða alla möguleika, þegar það þarf hvort sem er að smíða allar festingar þá skiptir engu máli hvaða vél það er sem fer ofaní húddið svo lengi sem hún kemst fyrir og skilar því sem þú ert sáttur við.
Mundu bara að nota ekki orginal vatnskassann ;)
JHG
P.s. eru VOLVO sætin eitthvað til að eltast við?
3.5 Range Rover er í langri svartri súkku á Kársnesbrautinni sem er “Ofursúkka” í orðsins fyllstu merkingu(var með 350). Eigandinn er Gylfi Púst.
Félagi minn átti Kermit grænan(var svo rúllaður svartur) 410 bíl með 3.8L Buick, scout hásingar, lengdur um ríflega 30cm á milli hjóla og breikkaður um 52cm með köntum og gangbrettum. Að opna hurðina og stíga út var eins og að fara út á svalir í meðal blokkaríbúð. En hann var með sama vandamál og allir hinir ofursúkkarnir, ekkert pláss fyrir almennilegan vatnskassa þannig að hann var ekkert nema viftur og hitavandamál, en dreif andskotanum meira í snjó. Eg hef ekki enþá setið í bíl sem drífur eins mikið og hann.
2.8L GM eða Ford, ég get ekki verið sammála JHG með þær. Þetta eru einhverjar þær mestu drusluvélar sem ég hef kynnst og ekki enþá séð eina sem skilar því sem hún ætti að gera eða eyðir undir 20l á 100km. Tek fram að ég notaði mikið S-10 blazer með nýlega upptekna vél og skiptingu af Bílheimum uppá 600þús og það var alveg sama dæmið og hinar. Ég myndi skoða allt annað áður en ég færi að skrúfa þetta ofaní súkku. Alltof mikið bilerí. 4.3L er mun betri og dýrari vél en vesenið er það að það fylgir henni alltof mikið rafkerfi fyrir svona bíl. Eftir að hafa átt 5 súkkur þá veit ég það að þetta er svona tæplega fokhelt.
Elti einu sinni langa súkku með Opel 2.3 Tubo diesel og þegar hann botnaði þá átti ég fullt í fangi með að halda í við hann og var ég á fólksbíl.
Volvo stólarnir eru kanski ekki þeir sportlegustu en þeir eru nógu fjandi þykkir og breiðir til að taka á móti 120kg manni í ójöfnum og hlífa skrokknum vel.
<br><br>-Roses are red, violets are blue. I'm schitzofrenic, so am I-
0
var útí portugal um daginn og þar eru nýjir foxar í umferð og þeir voru allir 1.9TDI sama og nýju vitörurnar… ég veit aftur ámóti ekkert hvað þær orka, en ég hef séð vitöru, gamlaboddýið með þessari vél hér á landi (álakvísl)
Gaman að panata eina slíka
0
Ég nefndi 2,8 GM af því að ég hef kynnst þessum vélum nokkuð. Bróðir minn átti 86 Cherokee með þessari vél, hann keyrði hana um 200 þúsund mílur (yfir 300 þús. kílómetra) sem telst nokkuð gott á bensínvél (farðu nú ekki að líkja Ford við GM ;). Viðhald á þessari vél var lágmarki.
Seinna fékk hann sér 4,0 lítra Cherokee og varð fyrir vonbrigðum, krafturinn jókst ekki eins mikið og hann átti von á (2,8 lítra vélin vann furðu vel) og eyðslan jókst töluvert. 4 lítra bíllinn er alltaf í ca. 18 meðan hinn fór ekki upp í 15 (þrátt fyrir mikið slit). Annars eru mjög skiptar skoðanir á þessari vél, sumir elska þær meðan aðrir hata þær.
Ég myndi samt vera hrifnari af Buick vélinni :)
Ég leysti vatnskassa málið með stórum kassa úr (að ég held) Ford Transit, hann var alveg nóg og hefði örugglega dugað fyrir miklu stærri vél.
JHG
0
2.8L Cherokee og 2.8 GM Blazer er ekki sama vélin.
Svo er blazer ekki jeppi þannig að sú vél á ekki heima í fox (stakka segir það)<br><br>-Roses are red, violets are blue. I'm schitzofrenic, so am I-
0
Chrysler átti ekki vél til að setja í Cherokee-inn þegar hann kom fyrst (af hverju veit ég ekki en svona var þetta samt), þeir fengu því 2,8 lítra vélina frá GM.
Samkvæmt skilgreiningu stakka þá er bara Willys jeppi, því hlýtur að vera í lagi að setja vél úr fólksbílnum Blazer í fólksbílinn Fox ;)
JHG
0
Vil bara benda PartyTruck á það að 2.9 V6 vélin frá Ford er ALLT annað en léleg vél. Var með svona í Síerru sem ég átti og var hún kominn í 300.000 kílómetra og hafði aldrei slegið feilpúst…vann MJÖG vel og hefði verið meiri háttar vél í svona léttan jeppa eins og Suzuki Fox.
Þessi mótor er 150 hestöfl og með hrikalegt tog. Það má einnig leikandi auka það um 20 - 30 hestöfl með því að setja flækjur sverara púst og setja race loft síu.
Það er alveg á hreinu að Súkka með svoleiðis vél myndi vinna vel.
-betra að tala af reynslu en að fullyrða-
<br><br>Snake
0