Ég myndi í fyrsta lagi ekki kaupa mér einhvern götujeppa til að breyta ef ég hefði ótakmarkað fjármagn. Ég myndi láta smíða góða röragrind og smíða búr á hana. Klæða búrið með álblöndu eða koltrefjaefni og innrétta það þannig að ég myndi nenna að vera þar langtímum saman og gæti jafnvel sofið þar. Allt “gler” yrði polycarbonat. Pláss væri fyrir tvo í þægindum en hægt að koma fyrir tveimur eða fleirum í viðbót til að redda þeim í neyð.
Farangursrými yrði innangengt og hólfað niður þannig að allt myndi haldast á sínum stað þó að græjan stykki eða ylti og auðvelt væri að komast að hlutum. Jafnvel yrði hægt að sofa ofan á hólfunum og skúffunum í farangursrými
Hásingar yrðu sérsmíðaðir með styrk, léttleika og mínar þarfir í huga, ekki drifbúnaður undan fjöldaframleidum bíl sem búið er að reyna að gera almennilega. Læsingarnar yrðu loftknúnar og drifin yrðu stór. Millikassi væri einhver keppnisgræja, t.d. 4 gíra millikassi með möguleika á 4x4, FWD, RWD og neutral.
Dekkin yrðu líklegast 49“ eða 54”, þau yrðu valin betur þegar kæmi í ljós hversu þungt tækið yrði.
Vélin yrði að öllum líkindum stór díselvél með compound turbo og með olíufýringu til að forhita mótorinn og pústbremsu, fýringin myndi líka halda farþega og farangursrými hlýju þegar vélin væri ekki í gangi. Hver veit nema maður myndi koma fyrir vatn/metanól innspýtingu og nítrói. Allt í vélinni yrði að sjálfsögðu styrkt og smurolíukerfið yrði stórt og voldugt. Við stóra díselvél er ekkert vit nema að hafa góða sjálfskiptingu með góðri kælingu.
Tankapláss yrði mikið og þannig fyrir komið að hægt væri að hafa þyngdina sem næst miðju bílsins ef maður er með “lítið” af olíu en þyngdin nokkuð jöfn á milli hásinga ef maður er með allt fullt.
Ljósin yrðu HID og LED. LED virkar flott í vinnuljós og til að lýsa næst sér. Ekkert er betra en HID til að sjá frá sér. Aðalljós myndu vera stórir projectorar, aukaljós myndu líklegast vera HID reflectorar og LED reflectorar.
Takkar í mælaborði myndu vera forritanlegir þrýstirofar með gaumljósum. Mælar yrðu stafrænir og góður snertiskjár myndi sjá um útvarp, tónlist ofl.
Úrhleypibúnaður yrði að sjálfsögðu settur í tækið. 2 gírdrifnar loftdælur á vélinni myndu hlaða lofttanka undir boddýinu. Stefnan væri sú að geta notað loftverkfæri skammlaust.
Alternatorinn væri mjög stór og í græjunni yrðu 2 tveir startgeymar og öflugur rafgeymir fyrir olíufýringuna, kælihólf, ljós, tónlist og annann búnað sem tengist ekki mótornum sjálfum. Suðutrans yrði bílnum sem knúinn væri af alternatornum.
Þjófavarnakerfi yrði með sér rafgeymi. Einhvern lítinn geymi sem yrði langt inni í mælaborði hjá heila þjófavarnarinnar, þar sem erfitt er að komast að búnaðinum.
Spil yrðu að framan og aftan og snjóankeri og fleiri björgunarbúnaður með í för. Stefnan væri sú að geta verið sjálfum sér nægur, leiðinlegt að trufla björgunarsveitamenn sem eru kannski uppi í sófa, uppi í rúmi að klappa kellingunni eða úti að leika við börnin sín.
Ég veit ekki hvað maður ætti að nefna fleira. Ég gæti talið endalaust upp en þetta gefur allavega hugmynd um það hvernig minn “jeppi” yrði.
Þangað til geri ég mitt besta á 38" 90 Cruiser.
“Og hana nú” sagði graða hænan.