getur fengið litla superchargera sem eru að blása um 6-10 pund á slikk á flestar amerískar vélar og kemur þá oft í stað strekkjarahjóls á viftureiminni, MUN einfaldara en trúbína þar sem að þú þarft ekkert að spá í pústsmíðum.
hinsvegar ef þú ætlar að blása einhverju meira en þetta þá þarftu að fara að huga að miklum breytingum á vél, þá helst að spá í þrykktum stymplum með lægri þjöppu sem og sterkari stympilstöngum, sem sagt, til að gera eitthvað svona þá þarftu því sem næst að rífa mótorinn í öreyndir og smíða hann því sem næst upp á nýtt.
Bætt við 27. nóvember 2009 - 18:45
já og túrbína er ekki eitthvað sem á heima í fjallabíl, hvað þá fjallabíl með stóran bensínmótor, þig kemur einnahelst til með að vanta tog á lágum snúning og með supercharger þá færðu blástur alveg frá því þú startar bílnum en með stórri túrbínu þá færðu ekki aflið fyrr en seint og síðarmeir, þegar þú ert hvort sem er kominn á ferð og þarft ekki jafn mikið á aflinu að halda.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“