Ok, kannski er hægt að sleppa ódýrt frá þessu en þetta er mikil vinna. Ef þú ert góður suðumaður og hefur aðstöðu til að gera þetta sjálfur þá getur þetta komið ágætlega út, gætir jafnvel sloppið með 200-300 þús krónur (mjög varlega áætlað).
Ég held samt að þú gætir fengið tilbúinn bíl fyrir lítið meira og sloppið við að eyða öllum þessum vinnustundum. Þú getur þá frekar notað þær upp á fjöllum :)
Svo er hitt sjónarmiðið að það fylgir því mikil ánægja að hafa gert hlutinn sjálfur, þá þekkir þú líka hverja skrúfu í bílnum.
Ég þekki bara of mörg dæmi að menn hafi gefist upp eftir að hafa eytt þúsundum vinnustunda og eytt formúgu af peningum.
JHG
P.s. Upphaflega hugmyndin gerði ráð fyrir 6,2 dísel, þær eru yfirleitt ekki ódýrar (ef þú finnur ódýrar GM 6,2 láttu mig þá vita :).