Ég myndi fara varlega í að fullyrða hverjir eru bestir, ég átti einu sinni Fox, hann var besti jeppi fyrir mig á þeim tíma. Hann var léttur, eyðslugrannur en kannski ekki besti jeppinn í mörkina þegar mikið var í ánum (komst nú samt alltaf).
Nú á ég Blazer K5 á 38", breyttur fyrir 44. Mér finnst þetta skemmtilegur og traustur jeppi. Hann drífur mikið, mikið pláss fyrir fólk og farangur og er góður í árnar. Þar að auki hefur hann ekki bilað mikið og alltaf staðið fyrir sínu. Hann flýtur kannski ekki eins vel og súkkan en hefur marga aðra kosti umfram hana. Ég hef keyrt (og dregið upp ;) ýmsar tegundir af jeppum, þeir hafa verið missterkir á mismunandi sviðum. T.d. var einn skemmtilegasti ferðabíll sem ég keyrði Suburban á 44 tommum, hreyfingar bílsins voru svo þægilegar að maður hefði eins getað verið í Cadillac og það var nóg pláss fyrir alla. Hins vegar sló Willysinn Subbann út í drifgetu en það var hundleiðinlegt að ferðast í honum (sérstaklega á lengri ferðum. Hvor var betri?
Lýsingarorðið bestur fer alltaf svolítið í taugarnar á mér, eflaust finnst þér hann bestur en það segir ekki að hann sé bestur.
JHG
P.s. eftir að ég skrifaði fyrri texta rak ég augun í jepplinga orðið, mér finnst það rýra könnunina að blanda jeppum og jepplingum saman, þetta eru of ólík tæki til þess (annað ætlað fyrir borgarakstur meðan hitt er m.a. óbyggðatæki).