Fyrsta hugmynd þegar verið er að tala um þetta ódýran bíl er alltaf Súkka. Ódýr, einfaldur, auðvelt að gera við, talsvert mikið sparneytnari en allt annað sem kemur til greina og fer því betur með budduna og svo þarftu ekki neinar 38“ til að komast um allt, ert bara nokkuð góður á 33”. Allt þetta miðar að því sama, sportið er að taka minna úr veskinu þínu. Ókostirnir eru svo auðvitað að Súkkan verður seint talin voldugur og þæginlegur bíll og allra síst rúmgóður.
Ef þú vilt ekki Súkku, ættir þú að geta fengið þokkalega Toyotu fyrir þetta, 85' til kannski 88' pickup eða Runner eða slíkt. Heilmikið til af þeim, aðeins meiri bílar en Súkkan, en fyrir þennan pening erum við auðvitað að tala um talsvert keyrðan bíl sem líklega þarf sitt viðhald. Eyðslan á 4 cyl vélinni gæti verið á bilinu 15-20, eftir aksturslagi og ásigkomulagi. V6 vélin hins vegar á til að fara upp úr öllu valdi í eyðslu, þó það sé ekki algilt.