Ef við erum að spá í þetta útfrá því hvernig jepparnir koma af færibandinu þá, jú það er hægt að fá þá marga með læstu mismunadrifi, en þar fyrir utan er framförin nánast aðeins sú að þetta eru orðnar lúxuskerrur í staðin fyrir jálkar eins og þessir gömlu voru. Og þá þyngri eftir því, var ekki gamli herjeppinn eitthvað um 800 kg., í dag er jeppi undir 2 t vandfundinn! Auðvitað má segja að það sé heilmikil framför að komast yfir 70 á jeppanum og geta samt talað eðlilega við farþegann á meðan (gerum ekki lítið úr því)!
Svo hefur náttúrulega verið að koma svona hlutir eins og QuatraTrack, sítengt aldrif o.þ.h. sem þjónar jeppaeiginleikunum ekkert en er bara eitthvað fyrir slyddubíla.
Miro