Veit ekkert hvort einhver hér hefur áhuga að sjá þetta.. En við félagarnir fórum upp í fálkafell ofan akureyrar í janúar síðastliðinn í smá jeppaferð. Við ákváðum að taka eitthvað af því upp á gsm cameru og endaði með því að það var búin til 32 min löng mynd með viðtölum og fleira. Samt messt allt flipp.
En um er að ræða Jeep Willys 1963 árgerð. Í honum er 1970 Volvo b20 vél, kraftlítil og slöpp vél í þennan bíl. Auk þess er hún orðin helvíti slöpp. Núna stendur yfir að setja volvo b21 í bílinn tímabundið en hún er mun betri enda nýrri og kraftmeiri. Gírkassinn var að gera mig leiðann þar sem ómögulegt var að setja hann í bakkgír.
En Ladan er frá árinu 2001 og er í eign góðvinar míns. Þar er að ræða bara venjulega lödu sport með sinni hefbundnu vél. Reyndar var hún á helvíti lágum dekkjum, held að þau hafi verið af subaru. Þess má geta að þessi gæðagripur valt illa fyrir nokkrum árum en hefur verið sett helvíti vel saman aftur og stóðst allar kröfur sem er nokkuð ótrúlegt.
Úrslit keppnarinnar var eflaust bara jafntefli en við ætlum að gera þetta mun betur á næsta ári með alvöru cameru og hafa gott veður og fara mun lengra. Við reyndar komumst yfir þessa leiðindarbrekku sem við vorum í basli með nokkrum dögum seinna en ekki eru til myndir af því.
En eins og ég segji þá er þetta bara flipp hjá okkur og mikið um einkahúmor. En eflaust gaman fyrir einhvern að skoða tvær glæsikerrur og hlusta á gæðalög.
Hér er linkur á myndina en hún er í fjórum pörtum. Partur 3 hefur eitthvað staðið á sér og verið er að henda honum inn að ég held.
http://uk.youtube.com/watch?v=gFZspDjnmzY
have fun:)