Hversu miklu ertu að tilbúinn í að eyða í bíl? Nissan Navara eru góðir. Tekur allaveganna tvö mótorhjól á pallinn, allann hlífðarfatnað og hjálma og það sem fylgir og 4 fullorðna menn inn í bíl og finnur ekki fyrir 3 hjóla kerru með þremur hjólum aftan í. Góðir bílar.
Það sem ég hef heyrt um Hiluxinn nýja er að hann er liggur við hastari en sá gamli. Eitt orð sem fylgir þeim bíl ef þú ætlar að fá þér, og það er nýrnabelti. Hef ekki kynnt mér Tacomuna nægilega vel en ég hugsa að það sé svona nokkurnveginn flaggskipið í jeppum frá Toyota. Eflaust mikið lagt upp úr þeim bíl.
Ertu til í eitthvað amerískt? Checy-arnir eru frábærir ferðabílar, F250 og 350 eru virkilega plássgóðir og skemmtilegir bílar. Kraftmiklir í þokkabót.